Auglýsing

Conor McGregor tjáir sig um ruglið á laugardaginn: „Stríðið heldur áfram“

Eins og fjölmiðlar hafa fjallað mikið um sigraði Khabib Nurmagomedov hinn írska Conor McGregor í UFC 229 aðfaranótt sunnudags. Eftir bardagann brutust út hópslagsmál eftir að Khabib réðst að fylgismönnum Conors. Sá írski birti í dag mynd á Instagram þar sem hann segir stríðinu ekki vera lokið.

Khabib og Conor var báðum fylgt úr höllinni af öryggisgæslu. Átökin eru talin setja svartan blett á íþróttina og eru flestir sammála um það að hegðun Khabib og liðsfélaga hans hafi verið til skammar.

„Við töpuðum leiknum en unnum orustuna. Stríðið heldur áfram,“ skrifar Conor við myndina sem vakið hefur mikla athygli. Sjáðu myndina hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing