Costco velti 86 milljónum á dag þegar brjálæðið stóð sem hæst

Stórverslun Costco á Íslandi velti 8,65 milljörðum króna frá opnun í Kauptúni þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Það er því ljóst að þegar brjálæðið stóð sem hæst eftir opnun verslunarinnar var velta um 86 milljónir á dag.

Hér má sjá nokkrar lykiltölur úr ársreikningi Costco sem Viðskiptablaðið greinir frá:

  • Costco velti um 86 milljónum á dag frá því að verslunin opnaði í maí í fyrra þangað til í lok ágúst.
  • Costco tapaði 372 milljónum á Íslandi á rekstrarárinu. Viðskiptablaðið vísar í skýrslu stjórnar þar sem kemur fram að tapið hafi verið viðbúið vegna kostnaðar við opnun verslunarinnar.
  • Costco borgaði samtals 860 milljónir króna í laun og launatengd gjöld.
  • 397 störfuðu fyrir Costco á Íslandi í lok reikningsársins — 216 í fullu starfi og 181 í hlutastarfi.
  • Eigið fé Costco á Íslandi var 7,3 milljarðar króna í lok reikningsársins.
Auglýsing

læk

Instagram