Daði Freyr samdi rapplag með hjálp frá fylgjendum sínum á Instagram: Notaði geimskip, hunangskrukku og pez karl

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr er duglegur að fara nýjar leiðir þegar hann semur tónlist. Í nýjasta myndbandi hans á Facebook semur hann lag með aðstoð frá þeim sem fylgja honum á Instagram. Daði notar meðal annars hunangskrukku, geimskip og pez karl við gerð þessa 15 sekúndna rapplags.

Myndband: Daði Freyr bjó til magnað lag úr ísskáp, flösku og smjatti í Kambódíu

Daði gaf fylgjendum sínum möguleika á því að velja á milli hluta sem hann myndi nota sem hljóðfæri í laginu og sýndi svo frá öllu ferlinu á Instagram. Ef þú vilt taka þátt í næsta lagi er hægt að fylgja Daða á Instagram með því að smella hér.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram