Daði hlaut verðlaun fyrir bestu hryllingsmyndarstikluna

Daði Sigurðsson hlaut á dögunum verðlaun fyrir stiklu sem hann gerði fyrir hryllingsmyndina The Secret of Marrowbone. Frá þessu er greint á Vísi. Horfðu á stikluna hér að neðan.

Daði er búsettur í London en stikla hans hafði betur en stiklur fyrir myndirnar From a House on Wollow Street, Ghost Stories, Killing Ground og Slumber.

The Secret of Marrowbone sem Sergio G. Sanchez leikstýrði kom út árið 2017. Charlie Heaton sem hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Stranger Things fer með aðalhlutverk í myndinni.

Verðlaunin sem Daði vann, Gylltu stikluverðlaunin, eru veitt árlega. Stikla hans vann í flokki fyrir bestu erlendu hryllingsmyndina en stiklan fyrir hryllingsmyndina A Quiet Place vann í flokki Bandarískra hryllingsmynda.

Auglýsing

læk

Instagram