Auglýsing

Dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps á Akureyri

Karlmaður var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í nóvember á síðasta ári og er maðurinn fundinn sekur um að hafa veitt öðrum manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar líkamsárás á Akureyri sem tilraun til manndráps

Maðurinn var einnig dæmdur til þess að greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur um 5,35 milljónum króna.

Í forsendum dómsins segir meðal annars að brotin sem hinn ákærði hafi verið sakfelldur fyrir séu hrottaleg og beri vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns. Sá ákærði bar fyrir sig nauðvörn en í dómnum segir að þrátt fyrir að brotaþoli hafi ráðist að fyrra bragði á ákærða sé ekki unnt að fallast á það þar sem árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola varanlegum andlitsskaða.

Sjá einnig: Árásin á Akureyri getur varðað ævilöngu fangelsi – Tíu stungusár á andliti, hálsi og baki

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing