Hótelgestur réðst á starfsmann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás klukkan 2 í nótt.

Þar hafði starfsmaður hótels í miðborginni verið að aðstoða ölvaðan gest. Gesturinn brást illa við og réðst á starfsmanninn sem hringdi og óskaði eftir aðstoð lögreglu.

Lögreglu barst einnig tilkynning um æstan mann í annarlegu ástandi sem sparkaði í bíla og reyndi að brjótast inn í þá. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Auglýsing

læk

Instagram