Auglýsing

Dagur Hjartarson trollaði heiminn á Twitter á meðan leikur Íslands og Englands stóð yfir

Dagur Hjartarson, skáld og fótboltaunnandi, grínaði í liðinu á Twitter á meðan magnaður leikur Íslands og Englands stóð yfir. Tístin náðu ótrúlegri útbreiðslu, langt út fyrir landsteinana, enda sprenghlægileg.

Dagur nýtti sér smæð Íslands og hversu lítið fólk veit um landið til að dæla út gríninu og uppskar þúsundir læka og endurtísta. Nútíminn tók saman brot af því besta.

Það var ekki lítið mál enda mikið af stórkostlegum tístum frá skáldinu.

 

Hann byrjaði hægt og sagði sjö af leikmönnum íslenska liðsins vera bændur

Hann færði sig svo upp á skaftið og grínaði með nöfn leikmanna

Það var svo þegar hann byrjaði að birta myndir að grínið fór á flug. Hér sjáum við „höfuðstöðvar KSÍ“

Og „uppeldistorfbæ“ Ragnars Sigurðssonar, manns leiksins

Hér á svo Kolbeinn Sigþórsson að hafa alist upp

Dagur sagði þetta vera bensínstöðina þar sem Jón Daði Böðvarsson starfar á veturna

Stórkostlegt að lesa athugasemdir umheimsins sem virðist hreinlega trúa þessu.

Og hér sjáum við frábært grín: Þjálfari íslenska liðsins frá 1950 til 1996

????????????

Ljóst er að flestir hlógu með Degi en margir virtust trúa honum. Sem er algjörlega stórkostlegt.

Hér sýnir hann svo „bóndabæ Birkis Bjarnasonar“

Dagur hatar ekki að grína á Twitter. Smelltu hér til að skoða meira.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing