David Beckham gagnrýndur fyrir að kyssa dóttur sína á munninn: „Viljum sýna börnunum okkar að við elskum þau“

Auglýsing

Fyrrverandi fótboltakappinn David Beckham hefur svarað fólki sem gagnrýndi hann fyrir að birta af mynd á Instagram þar sem hann sést kyssa fimm ára dóttur sína á munninn. Beckham var gagnrýndur af aðdáendum sínum fyrir að kyssa Harper á munninn en sjálfur segist hann vilja sína börnunum sínum ást og umhyggju.

Í umfjöllun um málið á vef BBC kemur fram að Beckham hafi tjáð sig um málið í viðtali í beinni útsendingu á Facebook. „Við viljum sýna börnunum okkar að við elskum þau,“ sagði hann.

Söngkonan Victoria Beckham, eiginkona Davids, fékk yfir sig svipaðar gusur frá internetinu þegar hún birti þessa mynd á Instagram síðasta sumar

„Ég var gagnrýndur fyrir að kyssa dóttur mína á munninn um daginn,“ sagði David Beckham í umræddu í viðtali.

Ég kyssi öll börnin mín á munninn. Nema kannski Brooklyn — hann er 18 ára og gæti fundist það frekar skrýtið.

Auglýsing

Beckham segist sýna börnum sínum mikla ást og umhyggju. „Þannig ólst ég upp og við Victoria viljum að börnin okkar upplifi það sama. Við viljum sýna börnunum okkar að við elskum þau og verndum þau, gætum þeirra, og styðjum þau. Við sýnum þeim mikla umhyggju.“

Á internetinu er ekki öll vitleysan eins en bandaríska leikkonan Hilary Duff var gagnrýnd þegar hún birti þessa mynd í fyrra

Fjölmargir skildu eftir harðorðar athugasemdir en hún var fljót að svara fyrir sig á Instagram

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram