Djamm og dóp á Nova-snappinu á sér eðlilegar útskýringar: „Hakkaði einhver Nova-snappið?“

Auglýsing

Eiturlyf, djamm og annar ólifnaður á Snapchat-aðgangi fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur vakið athygli í morgun og margir hafa klórað sér í höfðinu yfir hvað í ósköpunum er í gangi.

Til dæmis á Twitter:

https://twitter.com/nadia_semichat/status/771932046562324480

Auglýsing

Í nótt birtust myndbönd frá tveimur stúlkum á villtu djammi sem endaði með því að önnur stúlkan virtist vera að flýja ofbeldismann. Um er að ræða hliðarsögu úr kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák sem verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 9. september.

Í tilkynningu frá Nova kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti á Íslandi og jafnvel í heiminum sem Snapchat samskiptamiðillinn er nýttur til að vekja athygli á kvikmynd með þessum hætti.

Hægt er að fylgjast með framvindunni fram eftir degi og notendanafn Nova á Snapcaht er novaisland.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram