today-is-a-good-day

Dóra Björt ánægð með leikþáttinn í borgarstjórn: „Vildi bara aðeins pimpa þetta upp“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti í gær leikþátt úr sjónvarpsþáttunum, Little Britain – eða Litla Bretlandi, á fundi borgarstjórnar. Leikþátturinn vakti mikla athygli í gær en Dóra Björt segir að gagnrýni á ræðuna trufli hana ekki. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Dóra Björt segir í samtali við Vísi að henni hafi fundist frammistaða sín betri en að hún hafði ímyndað sér. Hún hafi haldið að hún myndi fá kjánahroll en henni hafi fundist þetta í góðu lagi.

Sjá einnig: Dóra Björt lék atriði úr Little Britain á borgarstjórnarfundi – Sjáðu myndbandið

Hún segir þá að takmarkinu hafi verið náð þar sem að mun fleiri viti nú af innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. Nýja kerfið sé mun notendavænna og þó að tillagan hljómi þurr sé hún mikilvæg og breyti kerfinu til hins betra.

„Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp,“ segir Dóra við Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram