Edda Björk hvergi nærri hætt að gagnrýna lögregluna: „Umboðsmaður barna og Ríkislögreglustjóri vernduðu alls ekki mína drengi“

„Miðað við þær aðgerðir sem lögreglan og/eða ríkislögreglustjóri réðust í gagnvart drengjunum mínum þann 21. desember þá eru þessar glærur sem ríkislögreglustjóri skreytir sig með, um að hún leggi áherslu á vernd barna, algjör öfugmæli,“ skrifar Edda Björk Arnardóttir á Facebook-síðu sína í dag og birtir þar mynd af Sigríði Björk Guðjónsdóttur, Ríkislögreglustjóra. Ljósmyndin virðist vera tekin á einhvers konar kynningu. Ekki er vitað fyrir hvern..

„Hún segir Ríkislögreglustjóra hafa haft tvær matsgerðir sálfræðinga á borði sínu sem hún segir hafa staðfest að drengirnir vildu alls ekki fara til Noregs. Hún virðist þó skunda fram hjá þeirri staðreynd að báðar þessar ritgerðir fengu algjöra falleinkunn í trúverðugleika“

Edda Björk hefur farið mikinn að undanförnu á samfélagsmiðlum og gagnrýnt lögregluna harðlega. Fyrir rúmri viku síðan greindi Nútíminn frá því þegar Edda Björk sagðist fyrirlíta vinnubrögð lögreglunnar. Hún sagði embættið fjársvelt og máttvana þegar það kemur að flestu „en því öflugri eru þeir þegar fórnarlömb þeirra eru 10 og 12 ára börn. Þá er öllu tjaldað til. Svipað og þegar ráðist er gegn mannsali….“

Edda Björk birti þessar tvær myndir á Facebook-síðu sinni.

Öflugir þegar fórnarlömbin eru lítil börn

Í dag beinist orðræða hennar að Ríkislögreglustjóra og Umboðsmanni barna. Hún segir Ríkislögreglustjóra hafa haft tvær matsgerðir sálfræðinga á borði sínu sem hún segir hafa staðfest að drengirnir vildu alls ekki fara til Noregs. Hún virðist þó skunda fram hjá þeirri staðreynd að báðar þessar ritgerðir fengu algjöra falleinkunn í trúverðugleika – bæði hjá íslenskum og norskum dómstólum. Þeir norsku gengu jafnvel svo langt að taka alveg sérstaklega fyrir starfshætti Ágústu Gunnarsdóttur.

Sálfræðingur skellti á blaðamann: Braut siðareglur með viðtali við drengi Eddu Bjarkar

Sálfræðingurinn harðlega gagnrýndur

Ágústa er sálfræðingur sem hefur verið kærður til siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands fyrir alvarlegt brot á siðareglum félagsins. Brotið fólst í því að Ágústa, þrátt fyrir að hafa verið meðvituð um að ekkert leyfi lægi fyrir, framkvæmdi mat á drengjum Eddu Bjarkar þann 5. desember á síðasta ári. Þetta gerist allt á sama tíma og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í mikilli leit að drengjunum sem höfðu verið faldir á Íslandi í sitthvoru lagi.

„Umboðsmaður barna, ríkislögreglustjóri vernduðu alls ekki mína drengi heldur þvert á móti var farið í lögregluaðgerðir sem vitað var að myndu valda drengjunum mínum alvarlegum skaða.“

„Í matsgerðinni, sem ber nafnið „Könnun á vilja og afstöðu barna“ kemur fram að Ágústu var kunnugt um að faðirinn færi með forsjá drengjanna og að móðirinn sætti gæsluvarðhaldi í Noregi. Þá heldur Ágústa því einnig fram að hún viti ekki hverjum hafi verið falin umsjá þeirra. Þrátt fyrir það framkvæmir hún matið og segist hafa óskað eftir því að ræða við drengina einslega og í sitthvoru lagi. Ljóst er að einhver fullorðin var á hinum endanum samt sem áður enda mjög ólíklegt að þeir hafi af sjálfsdáðum sett upp fjarfundarbúnaðinn og skipulagt viðtölin,“ segir í frétt Nútímans sem birtist þann 13. desember. Þá var hulunni svipt af ólöglegri matsgerð Ágústu og greint frá því hvernig það var framkvæmt.

Sagan öll um Eddu Björk og brottnumdu börnin

Hefur ekki gert hlutina eins og á að gera þá

„Ríkislögreglustjóri hafði 2 matsgerðir sálfræðinga undir höndum sem staðfestu að drengirnir vildu alls ekki fara til Noregs og það sem meira er, að brottflutningur til Noregs myndi beinlínis skaða drengina andlega og svipta þá öðru og síðar báðum foreldrum. Eigi að síður var gefin fyrirskipun um að senda minnst 10 lögreglumenn á strákana og flytja þá burt gegn vilja þeirra. Nú er allt komið á daginn sem ég hafði halfið fram í málatilbúnaði mínum,“ skrifaði Edda Björk sem var hvergi nærri hætt. Hún sagði barnsföður sinn koma í veg fyrir það að hún fengi að tala við þá og sakaði hann um að hafa „blokkað“ númerið hennar og komið því til leiðar að hún myndi aldrei fá að hitta þá í Noregi.

Samkvæmt heimildum Nútímans hefur Edda Björk ekki farið hefðbundnar leiðir þegar það kemur að því að óska eftir viðveru með drengjum sínum. Norskir dómarar sem dæmdu í máli hennar í desember tóku það skýrt fram að Edda Björk þyrfti að óska eftir þessari viðveru í gegnum opinbera aðila á við barnavernd í Noregi – hún átti ekki að hafa samband við barnsföður sinn.

„Umboðsmaður barna, ríkislögreglustjóri vernduðu alls ekki mína drengi heldur þvert á móti var farið í lögregluaðgerðir sem vitað var að myndu valda drengjunum mínum alvarlegum skaða. Og aðgerðir sem voru ólögmætar!! Ábyrgð á því hvílir á lögreglunni,“ skrifar Edda Björk að endingu.

Auglýsing

læk

Instagram