Eina fingrafarið á ökuskirteini Birnu var af vísifingri hægri handar Thomasar Møller Olsen

Aðeins eitt fingrafar sem fannst á ökuskirteini Birnu Brjánsdóttur í togaranum Polar Nanoq var nothæft. Norska rannsóknarlögreglan komst að því að fingrafarið væri af hægri vísifingri Thomasar Møller Olsen, sem grunaður er um morðið á Birnu.

Sjá einnig: Engin æla fannst í rauða bílaleigubílnum en mjög mikið af blóði

Þetta kom fram við skýrslutökur á Finn Omholt-Jenssen í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðspurður sagði Finn að allir þrír sem komu að rannsókninni á fingrafarinu hafi verið sammála þessari niðurstöðu.

Norsku rannsóknarlögreglumennirnir fengu gögn frá lögreglunni á Íslandi. „Ég fékk þessi gögn sem og önnur gögn í tölvupósti. Þetta var á sama tíma og þeir voru hér í Noregi svo við gátum talað saman í eigin persónu,” sagði hann í dag.

Hann sagði svo að eina nothæfa fingrafarið á ökuskirteininu hafi verið það sama og á vísifingri hægri handar hins grunaða, Thomasar  Møller Olsen.

Auglýsing

læk

Instagram