Ellý Ármanns segir Mark Zuckerberg hafa eytt nektarmynd sem hún birti

Sjónvarpsþulan fyrrverandi og listmálarinn Ellý Ármanns segir stofnanda FacebookMark Zuckerberg hafa eytt út mynd sem hún birti. Á umræddri mynd er Ellý fremur léttklædd en hún birti myndina í Instagram-sögu sinni í dag.

„Mark Zuckerberg eyddi þessari mynd hjá mér,“ skrifar Ellý með myndinni sem hún birti í dag og sjá má hér að neðan.

Ellý hefur undanfarna mánuði stundað það að að mála og teikna myndir sem hafa vakið mikla athygli. Myndirnar sem Ellý hefur selt eins og heitar lummur eru unnar á þann veg að hún tekur sjálfsmyndir af sér án klæða og málar síðan verkin á striga.

Mark Zuckerberg var ekki sáttur við þessa mynd

 

Auglýsing

læk

Instagram