Auglýsing

Enska landsliðið hefur gefið launin sín til góðgerðamála í rúman áratug

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe vakti mikla athygli um helgina þegar franski fjölmiðillinn L’Equipe greindi frá því að hann hyggðist gefa laun sín fyrir HM til góðgerðasamtaka. Hann er þó ekki einn um þetta góðverk en landslið Englendinga hefur gefið laun sín til góðgerðamála í rúman áratug.

Fótboltakempan og fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins Gary Lineker benti á þetta á Twitter um helgina þegar fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan hrósaði Mbappe fyrir góðverk sitt.

Lineker hældi Mbappe en benti einnig á að allir leikmenn Englands gefi landsliðslaun sín til góðgerðamála

Ensku landsliðsmennirnir gefa öll sín laun fyrir landsliðið til góðgerðamála í gegnum góðgerðasjóðinn England Footballers Foundation og hafa gert síðan hann var stofnaður fyrir rúmum áratug, árið 2007.

Sjóðurinn var stofnaður undir forystu þáverandi fyrirliða landsliðsins, David Beckham og leikmanna þess, meðal annars Johns Terry og Gary Neville.

Á rúmum áratug hefur sjóðurinn safnað 5 milljónum punda eða tæplega 800 milljónum íslenskra króna en einnig unnið með öðrum góðgerðasamtökum á borð við UNICEF, Cancer Research UK og Help for Heroes.

Framkvæmdastjóri Enska knattspyrnusambandsins Martin Glenn tjáði sig um góðverk landsliðsins í fyrra en hann sagðist verða reiður þegar fólk segði leikmenn ekki nenna að leika fyrir landsliðið.

„Þeir þyggja ekki aur fyrir landsleiki, þeir gefa allt til góðgerðamála.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing