Eurovision í vandræðum, Úkraína finnur ekki borg fyrir lokakeppnina

Auglýsing

Ekki liggur fyrir hvar í Úkraínu Eurovision verður haldið á næsta ári. Söngkonan Jamala fór með sigur af hólmi í Stokkhólmi í Svíþjóð í vor með lagið 1944 og því kemur það í hlut úkraínsku þjóðarinnar að vera gestgjafar á næsta ári. 28 lönd hafa tilkynnt að þau ætli að taka þátt í keppinni.

Sex úkraínskar borgir gáfu kost á sér en þegar nefnd hafði farið yfir listann var hann styttur um helming. Valið stóð því á milli borganna Dnipro, Kænugarðs og Oddessa.

Líkt og kemur fram á vefsíðunni Eurovision World hefur tvisvar verið boðað til blaðamannafundar þar sem stóð til að kynna hvaða borg varð fyrir valinu en þeim var í báðum tilvikum frestað. Annar átti að vera 1. ágúst og hinn 24. ágúst. Tuttugu mínútum áður en seinni fundurinn átti að hefjast dró borgin Dnipro sig út úr ferlinu.

Svíar héldu keppnina í ár og tilkynntu þeir í byrjun júlí á síðasta ári að keppnin yrði haldin í Stokkhólmi. Búið er að setja fram þrjár dagsetningar fyrir undankeppnirnar og lokakeppnina, 9., 11. og 13. maí en ekki verður hægt að staðfesta þær fyrr en búið er að taka ákvörðun um hvar keppnin verður haldin.

Auglýsing

Borgirnar þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að mega halda keppnina. Húsnæðið þar sem keppnin fer fram þarf að rúma sjö þúsund manns hið minnsta en helst tíu þúsund manns. Aðstaða þarf að vera fyrir ekki færri en 1.550 blaðamenn.

Borgin þarf að hafa hótel á viðráðanlegu verði sem eru útbúin samkvæmt evrópskum stöðlum. Útvega þarf þúsund herbergi fyrir þátttakendur og starfsfólk landanna og önnur þúsund fyrir fjölmiðla og aðdáendur. Þá þarf borgin að geta tryggt öryggi þátttakenda og annarra gesta.

Kænugarður er höfuðborg Úkraínu og einnig stærsta borg landsins. Keppnin hefur einu sinni áður verið haldin í landinu og þá var hún haldin í þessari borg. Lagt hefur verið til að keppnin verði haldið í Palace of Sports-leikvanginum en hún tekur 10 þúsund gesti. Tæplega þrjár milljónir manna búa í borginni. 265 hótel eru í borginni og á svæðinu í kringum hana sem rúma 23 þúsund manns.

Odessa er þriðja stærsta borg Úkraínu. Lagt er til að keppnin verði haldin á Chornomorets-leikvanginum en hann rúmar 10 þúsund gesti. Ekkert þak er á leikvanginum og þyrfti að byggja það áður en keppnin fer fram.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram