Eyddi þremur milljónum í lýtaaðgerðir til að líta út eins og David Beckham

Auglýsing

Hinn 19 ára gamall Jack Johnson hefur eytt 20 þúsund pundum, tæpum þrem milljónum króna, í lýtaaðgerðir til að líta út eins og David Beckham.

Í umfjöllun breska dagblaðsins Metro kemur fram að peningarnir hafi Jack fengið í bætur. Hann segist elska hvernig David Beckham lítur út og hvernig hann lifir lífinu. Þá segir hann að honum líði betur ef hann lítur út eins og fótboltagoðsögnin.

Sjá einnig: Kevin Hart og David Beckham snúa aftur í sprenghlægilegri auglýsingu fyrir H&M

Hann er ekki hættur því hann segist ætla að eyða 30 þúsund pundum í viðbót í aðgerðir, um 4,5 miljónum króna. Jack er atvinnulaus og á atvinnuleysisbótum og ofan á það tekur hann lán til að eiga fyrir aðgerðunum.

Hægt er að sjá viðtal við hann hér fyrir neðan þar sem hann ræðir betur af hverju hann ákvað að eyða öllum þessum peningum í aðgerðirnar

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram