Fáir Píratar borða rjúpur þessi jól, stuðningsfólk Bjartrar framtíðar vill kalkún á aðfangadagskvöld

Tæplega helmingur Íslendinga ætlar að borða hamborgarhrygg á aðfangadag. Landsmenn yngri en fimmtíu ára eru töluvert líklegri til að velja þennan aðalrétt en þau sem eldri eru. Fáir Píratar munu borða rjúpu þessi jól.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun MMR sem birt var í dag.

9,6% þeirra sem tóku afstöðu sögðust ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt), 8% sögðust ætla að borða rjúpur, 9,6% sögðust ætla að borða kalkún, 4,4% sögðust ætla að borða svínakjöt (annað en hamborgarhrygg) og 21,9% sögðust ætla að borða eitthvað annað.

Íbúar á landsbyggðinni eru mun líklegri til að borða lambakjöt á aðfanga (16%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (6%). Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti miklu líklegri til að kjósa kalkún á aðfangadag (12%) heldur en íbúar á landsbyggðinni (6%).

Lambakjöt nýtur meiri vinsælda sem aðalréttur á aðfangadag meðal stuðningsfólks Vinstri grænna og Framsóknarflokksins heldur en stuðningsfólks annarra flokka.

Kalkúnn verður helst á borðum hjá stuðningsfólki Bjartrar framtíðar.

Stuðningsfólk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins eru líklegri að borða rjúpur sem aðalrétt á aðfangadag en stuðningsfólk annarra flokka borið saman við 1% Pírata og 3% Bjartrar framtíðar.

Auglýsing

læk

Instagram