Fannar og Benedikt verða kynnar í Söngvakeppninni: „Búnir að hringja í Simma og Jóa“

Auglýsing

Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða kynnar í Söngvakeppni RÚV í ár. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem hefur kynnt keppnina ásamt Björgu Magnúsdóttur undanfarin ár verður fjarri góðu gamni þar sem hún gengur með tvíbura. Björg verður Benna og Fannari til halds og trausts í Græna herberginu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þeir félagar hafa áður verið viðloðandi Söngvakeppnina en verða nú í fyrsta skipti í aðalhlutverki. „Það er gífurlega góð tilfinning, og mikill heiður að fá að kynna þessa keppni,“ segja þeir í viðtali í Síðdegisútvarpinu. Þeir segja að Gísli Marteinn og Logi Bergmann séu í uppáhaldi sem kynnar í Söngvakeppninni.

„En svo erum við búnir að hringja í Simma og Jóa líka, sem voru með Ædolið, og fá punkta hjá þeim“

Í kvöld verður kynningarþáttur þar sem þátttakendur í Söngvakeppninni 2019 verða kynntir til leiks og spilað verður brot úr þeim 10 lögum sem keppa. Undankvöldin verða svo í Háskólabíói 9. og 16. febrúar, en tvö atriði af fimm frá hvoru kvöldi komast áfram í úrslitin sem verða í Laugardalshöllinni 2. mars.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram