Fimm algengar spurningar um þjónustu Netflix á Íslandi, hvernig er úrvalið?

Netflix hefur opnað fyrir þjónustu sína á Íslandi og um allan heim. Þúsundir Íslendinga voru með áskrift að Netflix í gegnum krókaleiðir. Það var gert með því að breyta svokölluðum DNS-stillingum í græjum á borð við Apple TV og blekkja þannig þjónustuna þannig að það líti út fyrir viðkomandi væri að kaupa áskrift í Bandaríkjunum eða öðru landi þar sem þjónustan var í boði.

Nú er þetta óþarfi þó fólk hafi enn þá val um að kaupa Netflix frá öðrum löndum. Úrvalið er nefnilega misjafnt í hverju landi fyrir sig. Nútíminn tók saman nokkrar spurningar sem fólk spyr sig í kjölfarið á því að þjónustan er í boði á Íslandi.

 

1. Ég er að kaupa áskrift að bandaríska Netflix með krókaleiðum. Hvað geri ég nú?

Þú ræður. Þú getur sagt upp áskriftinni að þjónustum sem sáu um að breyta DNS-stillingum. Íslenskar DNS-stillingar eru nóg í dag enda þjónustan í boði á Íslandi.

2. Er sama úrval á íslenska Netflix og á því bandaríska?

Nei. Úrvalið milli landa er mjög misjafnt og háð samn­ing­um við myndrétt­hafa í hverju landi fyrir sig. Við fyrstu virðist vera fínt úrval af kvikmyndum og þáttum á íslenska Netflix þó það sé talsvert minna en á því bandaríska. Hægt er að skoða úrvalið í ýmsum löndum á þessari síðu þó Ísland sé ekki enn dottið inn.

3. Hvað hefur Netflix á Íslandi fram yfir Netflix í útlöndum?

Í fyrstu virðist íslenskur texti vera það eina sem Netflix á Íslandi hefur beinlínis framyfir þjónustuna í öðrum löndum. Við höfum ekki ennþá fundið íslenskt efni á efnisveitunni en okkur finnst líklegt að það detti inn. Og við látum ykkur vita þegar það gerist.

4. Get ég horft í tölvunni og símanum?

Já. Það er hægt. Það var ekki erfitt (eða flókið) að horfa í símanum með krókaleiðunum sem þurfti áður til að kaupa áskrift. Það var áður hægt í tölvum og er ennþá hægt.

5. Hvað þarf ég til að horfa á Netflix í sjónvarpinu?

Þú þarft Apple TV, samskonar græju, Playstation 4 eða sjónvarp með innbyggðan búnað til að sækja Netflix appið.

Auglýsing

læk

Instagram