today-is-a-good-day

Fimm atriði sem við vissum ekki um mál Birnu Brjánsdóttur

Úrskurður um gæsluvarðhald og framlengingu gæsluvarðhalds yfir Thomasi Möller Olsen, sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar varpa skýrara ljósi á málið. Fjallað var um þessar upplýsingar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en fréttastofan fékk gögnin afhent.

Líkt og kemur fram í umfjölluninni eru í úrskurðunum eru þau sönnunargögn sem lögregla hefur aflað við rannsókn málsins. Einnig er að finna í þeim upplýsingar sem Thomas hefur gefið lögreglu við yfirheyrslur. Hann neitar enn að hafa myrt Birnu. Málið verður tekið til aðalmeðferðar fyrir héraðsdómi Reykjaness á næstunni.

Fimm atriði sem við vitum eftir umfjöllunina

Thomas viðurkenndi við fyrstu yfirheyrslu í málinu að hafa tekið Birnu upp í rauða Kia Rio bílaleigubílinn. Hann sagði þó jafnframt að hann hefði ekki aðeins tekið hana upp í bílinn, heldur einnig aðra stúlku.

Thomas sagðist hafa ekið með þær báðar til Hafnarfjarðar, kysst Birnu í aftursæti bílsins og látið þær báðar út við hringtorg í Vallahverfinu að ósk þeirra beggja.

Fingraför Thomasar voru á ökuskírteini Birnu sem fannst í svörtum ruslapoka um borð í togaranum Polar Nanoq.

Blóð úr Birnu fannst á úlpu Thomasar. Við rannsókn á fatnaði hans, sem var búið að þvo, kom í ljós að fötin höfðu komist í snertingu við nokkuð mikið magn blóðs.

Þekjufrumur úr Birnu og Thomasi fundust á skóm Birnu sem fundust á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar.

 

Auglýsing

læk

Instagram