Auglýsing

Fimmtán mönnum bjargað úr skipi sem strandaði við Helguvíkurhöfn

Sementsflutningaskip strandaði við innsiglinguna í Helguvíkurhöfn í nótt. Fimmtán manna áhöfn var um borð í skipinu, 14 skipverjar og einn hafnsögumaður. Þeim hefur öllum verið bjargað en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Rúv í nótt.

Tilkynning um atvikið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt. Tvær þyrlur landhelgisgæslunnar komu á staðinn og hífuðu mennina um borð. Flogið var með þá í land þar sem þeir fá nú aðhlynningu.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar tvö innihélt áhöfnin ellefu Pólverjar og þrjá Filippseyinga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing