Flíkin sem setti internetið á hliðina: Litlar 130 þúsund krónur fyrir „bolaskyrtu“

[the_ad_group id="3076"]

Flík úr haustlínu tískuhússins Blaneciaga, sem er í senn stuttermabolur og skyrta, olli miklu fjaðrafoki á Internetinu á dögunum.

Flíkin er föl fyrir 1290 dollara eða rúmlega 130 þúsund íslenskar krónur. Það var þó ekki verðið sem stuðaði netverja heldur sjálf hönnunin.

Eins og sjá má er er flíkin samsett úr bláum stuttermabol og köflóttri skyrtu.

Samkvæmt vefsíðu Balenciaga er þó hægt að vera í flíkinni á tvo vegu: í bolnum með skyrtuna hangandi framan á sér eða í skyrtunni með bolinn hangandi aftan á sér.

Þessi maður ákvað þó að þetta væri of hátt verð fyrir eina flík og gerði sína eigin útgáfu með límbandi.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram