Auglýsing

Forseti borgarstjórnar vill bjórkæli aftur í Vínbúðina í Austurstræti

 

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, vill að aftur verði boðið upp á staka, kalda bjóra í Vínbúðinni við Austurstræti eins og tíðkaðist áður fyrr, en kælarnir þar voru fjarlægðir árið 2007 að ósk þáverandi borgarstjóra, Vilhjálms Vilhjálmssonar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Í gær var tillaga borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins ekki afgreidd, en hún var áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins, og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. Dóra segir að kælarnir gömlu og góðu hefðu skotist upp huga sinn þegar málið var tekið fyrir á borgarstjórnarfundi.

„Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt.

„Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing