Auglýsing

Framhald á Ófærð þegar í skoðun

Framhald af þáttunum Ófærð er í skoðun. Þetta kom fram í máli Sigurjóns Kjartanssonar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV á föstudagskvöld. Sjáðu Sigurjón spurðan út í Ófærð II í spilaranum hér fyrir ofan.

Magnaður tvöfaldur lokaþáttur Ófærðar var sýndur á RÚV í kvöld. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda en helmingur þjóðarinnar hefur að jafnaði setið límd við skjáinn á sunnudagskvöldum.

Baltasar Kormákur er á bakvið Ófærð sem eru dýrustu íslensku þættir sem framleiddir hafa verið. Kostnaðurinn við framleiðsluna var í kringum milljarð.

Sigurjón Kjartansson er einn af handritshöfundum þáttanna. Hann ræddi um þættina við Gísla Martein á föstudag og spurður um framhald sagðist hann vera til í að skoða það mál. „Það gæti alveg litið þannig út miðað við viðtökurnar,“ sagði hann leyndardómsfullur.

Það er því möguleiki á því að Andri, Hinrika og félagar snúi aftur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing