Fróði verður faðir í fyrsta sinn

Auglýsing

Leikarinn Elijah Wood sást á dögunum á gangi með danska kvikmyndaframleiðandanum Mette-Marie Kongsved, en parið hefur verið saman frá því í janúar 2018.

Myndir náðust af parinu en á þeim sést Kongsved skarta myndarlegri óléttubumbu og hring, sem samkvæmt frétt People um málið er til marks um trúlofun parsins.

Wood, sem flestir kannast við sem Fróða úr Hringadróttinssögu, og Kongsved eru ekki þekkt fyrir að elta uppi myndavélar eða slúðurpressuna og trúlofunin því ekki staðfest, en parið virtist hið hamingjusamasta á búðarrápi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram