Auglýsing

Frönsk kona ferðaðist 800 kílómetra til að kaupa skyr á Lemon í París

Veitingastaðurinn Lemon opnaði í París í vikunni og fer ferlega vel af stað að sögn sérleyfiseigandans Evu Gunnarsdóttur. Á staðnum er notað íslenskt skyr í drykki og þegar kona í Marseille frétti það ferðaðist hún 800 kílómetra til að smakka.

„Fullt af fólki hérna í kringum okkur hefur boðið okkur velkomin í hverfið,“ segir Eva í samtali við Nútímann. „Bæði fólk sem býr hér og líka þau sem starfa verslunum í kringum okkur.“

Eva segir að það hafi kvisast hratt út að nýr veitingastaður væri búinn að opna og að það hafi verið mikið að gera í gær. „Þeim finnst afar skemmtilegt að þetta sé íslenskur staður og að íslendingar séu að vinna hérna líka,“ segir hún létt.

Skyrið hefur verið alveg svakalega vinsælt hjá okkur. Við fengum eina konu í gær sem er svo hrifin af Íslandi og skyrinu okkar að eftir að hafa hún sá á netinu að við værum með skyr þá kom hún alla leið frá Marseille til þess að kaupa skyr hjá okkur!

Þess má geta að Marseille er í tæplega 800 kílómetra fjarlægð frá París.

Eva segir að Parísarbúar séu ánægðir með samlokurnar. „Það finnst öllum þetta vera svo gott að við fáum bara góð komment frá öllum,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing