Auglýsing

Níu fyrirsjáanlegustu ummælin um listamannalaun frá virkum í athugasemdum

Í dag var tilkynnt um hvaða listamenn hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Á vef Rannís kemur fram að ákvarðanir úthlutunarnefnda byggi á faglegum sjónarmiðum sem grundvallast á upplýsingum sem fram koma í umsókn.

Varða þær listrænt gildi þeirrar vinnu sem sótt er um laun fyrir, greinargerð um vinnuna, tímaáætlun, náms- og starfsferil umsækjanda sem og verðlaun og viðurkenningar. Ákvarðanir um ferðastyrki varða markmið ferðar og þá vinnu sem ferðin tengist.

Til úthlutunar voru 1.606 mánaðarlaun, sótt var um 11.381 mánuði sem er ríflega 20% aukning frá fyrra ári. Alls bárust 946 umsóknir (1.581 umsækjendur) um starfslaun og ferðastyrki frá einstaklingum og hópum.

Úthlutun fá 378 listamenn (þar af 78 í 14 sviðslistahópum). Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 kr. á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Virkir í athugasemdum létu í sér heyra í athugasemdakerfi Vísis og Nútíminn tók saman fyrirsjáanlegustu ummælin.

 

1. Ásgeir Björgvinsson skrifar:

„Afhverju í andskotanum eru ekki iðnaðarmannalaun bara sett á líka fyrir menn sem slíta sér út í erfiðis vinnu. En og aftur ef þú lifir ekki á list þinni hunskastu til að fá þér aðra vinnu með henni.“

2. Og heldur áfram:

„Andskotinn hafi það, fáið ykkur vinnu sem þið getið lifað á líkt og flestir gera.“

3. Kalli San skrifar:

„Rúmur hálfur miljarður í rugl og bull þetta er fyrir utan annað rugl í styrkjum til málaflokksins það sem sumir kalla menningu kalla aðrir ómenningu.“

4. Guðmundur Már Hilmarsson skrifar:

„Frábært að borga 545 milljónir fyrir fólk sem þarf ekki að skila neinu af sér! Ef ég er í vinnu einhverstaðar þá er það vinnuveitandinn sem á vinnu mína og það sem ég afreka þar. Er ekki réttast að allt sem þetta fólk gerir og hagnast við það renni beint í ríkissjóð?
Svo er annað í þessu…. finnið ykkur vinnu eins og við hin!!“

5. Jon Ludwig skrifar:

„Afætur á framfæri skattgreiðenda sem nenna ekki að vinna alvöru störf. Vinstri flokkarnir á Íslandi ættu sjálfir að kosta þetta fólk sitt.“

6. Óli J Kristjánsson skrifar:

„Þorri af þessu fólki hefur tekjur af vinnu sinni og af hverju þarf að dæla peningum í fólk sem hefur tekjur af öðru, alltaf haldið því fram að þetta sé gríðarlega vanhugsað sérstaklega þegar fullt er af fólki sem á ekki í sig og á, til háborinar skammar.“

7. Ólafur Högni Ólafsson skrifar:

„Fæ alltaf upp í kok og verð flökurt er marr sèr þessa frétt;( Má legga þessa styrki fyrir LÖNGU niður ,ekkert á móti list elska suma list,en það er þörf fyrir þessa peninga annaðstaðar í þjóðfélaginu en þarna,,margir af þessu fólki eru algjörlega afætur því miður:(“

8. Hafsteinn Ingvar skrifar:

„hvað eru listamannalaun? fyrir fólk sem telur sig vera listamenn en þurfa að fá skattgreiðendur til að borga sér fyrir verk sem ekki seljast nóg fyrir heimilið….!! þvílíkt rugl….!! burtu með þetta drasl.“

9. Jón Benediktsson skrifar:

„Getur þettað folk ekki unnið fyrir sinum launum eins og allmenningur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing