Auglýsing

Fyrsti blaðamannafundur Conor McGregor og Floyd Mayweather í beinni útsendingu

Floyd Mayweather Jr. og Conor McGregor mætast í boxbardaga í Las Vegast 26. ágúst. Þeir mætast á blaðamannafundi í Los Angeles sem hófst rétt í þessu. Horfðu á blaðamannafundinn hér fyrir neðan.

Þetta er fyrsti blaðamannafundur af fjórum. Þeir verða svo í Toronto í Kanada á morgun, í Brooklyn í New York á fimmtudaginn og loks á Wembley í London á föstudaginn.

Sjá einnig: Bardagi aldarinnar staðfestur, Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast í Las Vegas

Flyod Mayweather er talinn einn af bestu boxurum allra tíma. Hann hefur barist 49 sinnum sem atvinnumaður og hefur aldrei tapað. Conor McGregor er heitasti bardagakappi heims um þessar mundir og er núverandi UFC-meistari í léttvigt. Hann skoraði Mayweather á hólm þrátt fyrir að sérhæfa sig í blönduðum bardagalistum en ekki boxi.

Horfðu á útsendinguna hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing