Fyrstu myndirnar úr Terminator: Dark Fate

Auglýsing

Búið er að birta fyrstu myndirnar úr sjöttu Terminator kvikmyndinni, Terminator: Dark Fate, sem er væntanleg í kvikmyndahús 1. nóvember næstkomandi. Þar sjást bæði Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton í hlutverkum sínum, en myndin er beint framhald af Terminator 2, sem kom út árið 1991 og margir telja þá bestu í seríunni.

 

Tim Miller, leikstjóri Deadpool, er leikstjóri nýju Terminator og James Cameron, sem gerði fyrstu tvær myndirnar, er framleiðandi. Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar, en sagan mun hunsa allar myndirnar sem hafa komið út síðan Terminator 2. Þess vegna er persóna Lindu Hamilton enn á lífi, en hún lést upprunalega á milli Terminator 2 og 3. Schwarzenegger leikur aldraðan tortímanda sem hefur þóst vera mannlegur í yfir þrjá áratugi.

 

Auglýsing

Aðrir helstu leikarar myndarinnar eru Mackenzie Davis, Natalia Reyes, Gabriel Luna og Diego Boneta.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram