Gagnrýnir Manuelu fyrir að kynna fyllingar í varir á Snapchat: „Þetta var engin auglýsing“

Sigrún Karls Kristínardóttir gagnrýnir Manelu Ósk Harðardóttir, sem er í forsvari fyrir fegurðarsamkeppnina Miss Universe Iceland, í færslu sem hefur vakið mikla athygli á Facebook. Sigrún er ósátt við það að Manuela, sem er með þúsundir fylgjenda á Snapchat, skuli kynna fegrunaraðgerðir fyrir fylgjendur sína.

Kynningin fólst í því að aðili sem býður upp á fyllingar í varir bauð fylgjendum Manuelu, sem vilja láta fylla í varir sínar, svokallaða hydration-meðferð í kaupbæti.

Sigrún segir það gjörsamlega sturlað að hægt sé að kaupa sér varafyllingu á tilboði í gegnum Snapchat og undrast þá normaliseringu á lýtaaðgerðum sem virðist vera að eiga sér stað.

Sigrún segir í samtali við Nútímann að skrif hennar séu ekki persónuleg. „Vandamálið er miklu stærra en það. Pistillinn beinist frekar að umhverfi og menningu,“ segir Sigrún.

Þessi skrif voru til þess að vekja athygli á óraunhæfum hugmyndum kvenna um fegurð.

Hún bætir við að Manuela sé mikill áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, í forsvari fyrir fegurðarsamkeppni og sé að bjóða uppá tilboð á lýtaaðgerð.

„Að mínu mati ýtir þetta undir þá hugsun hjá konum og stelpum að þær séu ekki nóg og þurfi stöðugt að vera að breyta útliti sínu eða lagfæra til þess að vera ánægðar með sig,“ segir Sigrún.

Kristín bendir á að ungar stelpur séu í auknu mæli að þróa með sér geð- og kvíðaraskanir í tengslum við útlit sitt og hafi brenglaðar hugmyndir um fegurð. Að lokum segir Sigrún það ömurlegt að konur þurfi að alast upp við brenglun sem þessa og það geri sig mjög sorgmædda.

Manuela segir í samtali við Vísi að Sigrún sé að gera sig ábyrga fyrir röskunum ungra stúlkna. „Sem er algjörlega fáránlegt,“ segir hún.

„Ég er að verða 34 ára gömul og sé engar upplýsingar um aldur þeirra sem fylgja mér á Snapchat. Ég get ekki tekið ábyrgð á því hver addar mér og get ekki borið ábyrgð á því hvort ég sé að segja eitthvað sem einhver þolir ekki að heyra. Foreldrar þurfa að passa hvað þeirra börn eru að gera á internetinu, ég passa mjög vel upp á hvað mín börn eru að gera og það er mitt verkefni.“

Í samtali við Vísi segist hún lata sprauta fyllingum í varir sínar án þess að hafa rætt það mikið áður. „Ég er 34 ára gömul kona og hlýt að geta ráðið því hvort að ég lita á mér hárið, hvítta á mér tennurnar eða ekki. Ég borgaði Evu Lísu fyrir þessa tilteknu þjónustu, þetta var engin auglýsing. Mér var ekki borgað fyrir að segja þetta,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram