Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar

Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar þann 5. september næstkomandi þegar ársfundur flokksins verður haldinn í Reykjavík. Róbert Marshall mun einnig segja af sér sem þingflokksformaður flokksins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í Fréttablaðinu kemur fram að Björt framtíð hafi haldið fund á fimmtudag þar sem Guðmundur tilkynnti að hann myndi ekki bjóða fram krafta sína áfram sem formaður flokksins.

Guðmundur segir í Fréttablaðinu að þetta hafi verið góður fundur og að rætt hafi verið um þróun flokksins.

Mér finnst skynsamlegt að stíga til hliðar í forystunni og leyfa öðrum að spreyta sig í því. Menn eiga ekki að vera meira til í það í íslenskri pólitík, hún á ekki að snúast um einhverja titla.

Þá kemur fram að rætt hafi verið á fundinum hvort Brynhildur Pétursdóttir væri ekki ákjósanlegasti einstaklingurinn til að leiða flokkinn áfram. Í samtali við Fréttablaðið segist hún tilbúin að skoða það.

Auglýsing

læk

Instagram