Guðni Th. búinn að finna leigjendur, ef eitthvað bilar þá kemur forsetinn og lagar það

Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands tekur formlega við embætti þann 1. ágúst. Í kjölfar embættistökunnar flytur hann með fjölskyldu sína frá Seltjarnarnesi og yfir á Bessastaði.

Guðni setti á dögunum hús fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi á leigumarkaðinn og auglýsti í kjölfarið eftir leigjendum. Aðspurður hvort hús forsetans hafi verið eftirsóknarvert segir Guðni að ekki hafi reynt á það — fjölskyldan sé nefnilega búin að finna leigjendur og var hún snögg að því.

„Það mun gott fólk búa í húsinu mínu,“ segir Guðni í samtali við Nútímann og bætir við að það hafi ekki verið erfitt að finna réttu leigjendurna.

Spurður hvernig leigusali forseti Íslands verði segist Guðni fyrst og fremst vilja eiga góð samskipti við leigjendur sína ásamt þvi að fara eftir lögum og reglu.


Ég verð bara eins og leigusalar eiga að vera. Ef það bilar eitthvað þá bara lagar maður það

Við bíðum eftir mynd af forsetanum með verkfærakassann að laga vaskinn inni á baði.

Auglýsing

læk

Instagram