Guðni Th. sendir stelpunum okkar kveðju: „Allir standa saman, allir læra af mótlæti“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi stelpunum okkar kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. Ísland mæti Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í Hollandi í dag. Útsendingin hefst á RÚV klukkan 15.15.

„Nú er stórleikur framundan hjá stelpunum okkar á Evrópumótinu í knattspyrnu,“ segir Guðni.

Fyrr í vikunni fékk ég að hitta þær á hótelinu þeirra í Hollandi og kynntist þá þeirri samheldni, ákveðni, bjartsýni og fagmennsku sem einkennir hópinn. Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur. Og allir hafa hlutverk, allir eru virtir.

Kveðju Guðna fylgir mynd sem Guðni tók af sjálfum sér ásamt starfsfólki landsliðsins. „Læt fylgja hér sjálfu með „dökkbláa teyminu“, hluta fólksins sem sér um að landsliðið geti einbeitt sér að æfingum og leikjum. Áfram Ísland!“

Auglýsing

læk

Instagram