Gunnar má ekki æfa meira í sumar eftir rothöggið: Vill berjast við sterkan andstæðing í haust

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, vonar að Gunnar Nelson fái sterkan andstæðing í næsta bardaga þrátt fyrir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta sagði Jón Viðar í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Hann viðurkenndi að þetta væri töluvert bakslag fyrir Gunnar en sagðist þó vongóður um að kappinn fái að slást aftur í haust og þá gegn sterkari andstæðingi. Gunnar er nú á leið í sumarfrí en hann má ekkert æfa næstu 30 til 45 daga eftir rothöggið.

Sjá einnig: Gunnar Nelson fékk putta í augað: „Sá tvöfalt það sem eftir var af bardaganum“

Argentínumaðurinn náði að rota Gunnar aðeins rúmri mín­útu eft­ir að bardaginn hófst en Gunn­ar hafði byrjað nokkuð vel. Gunnar sagði svo á blaðamannafundi eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á sér í upphafi bardagans sem hafði mikili áhrif.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að Gunnar hefur ýmislegt til síns máls

Jón Viðar segir að Gunnar hefði látið dómarann vita hefði verið hægt að gera allt að fimm mínútna hlé á bardaganum. „Kannski hefði ég séð þetta högg en svona er þetta,“ sagði Gunnar á blaðamannafundinum í gær en lagði áherslu á að hann væri ekki að afsaka sig heldur vera hreinskilinn.

„Gunni er töluvert betri en Santiago og þess vegna er mjög súrt að lenda í einu svona þungu höggi, “ sagði Jón Viðar í Morgunútvarpinu.

Auglýsing

læk

Instagram