Hæstaréttarlögmaður skýtur föstum skotum á Lækna-Tómas vegna Netflix-þátta

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson fjallar um Netflix-þættina „Bad Surgeon“ í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni en þar skýtur hann föstum skotum á skurðlækninn Tómas Guðbjartsson.

Nútíminn greindi frá þáttunum á dögunum og hvaða tengingu hinn umdeildi skurðlæknir, og nú glæpamaður, Paolo Macchiarini hafði við Ísland.

Þessa tengingu gerir Sigurður G. að umtalsefni sínu í umræddri stöðuuppfærslu og bendir meðal annars á að skurðlæknirinn Tómas, sem stundum hefur verið Lækna-Tómas, kom að fyrstu ólöglegu plastbarkaígræðslunni á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi þann 9. júní árið 2011.

„Síðar hefur verið í ljós leitt að aðgerðin sem Paolo Macchiarini, Tómas Guðbjartsson og fleiri læknar gerðu 9. júní 2011 var læknisfræðileg tilraun utan laga og réttar“

Paolo Macchiarini var á dögunum dæmdur í fangelsi fyrir umrædda aðgerð sem sænskir dómstólar sögðu stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða.

Sigurður G. bendir á að slík aðgerð hafi á þessum tíma aldrei verið reynd á annarri lifandi veru og að engra óyggjandi leyfa hafi verið aflað. Þá skýtur hann einnig föstum skotum á læknadeild Háskóla Íslands sem hafi efnt til málþings „um þetta mikla læknisfræðilega afrek; afrek sem þáverandi rektor skólans taldi með mestu vísindaafrekum sem maður á þeim bæ hefði komið að.“

Gagnrýndi áhugaleysi fjölmiðla

Þá gagnrýnir hann íslenska fjölmiðla fyrir að hafa ekki fjallað um umræddan dóm yfir Macchiarini sem innihéldi töluvert betri upplýsingar um hvað hafi farið fram í þessari ólöglegu og misheppnaðri skurðaðgerð þar sem Tómas og Macchiarini græddu gallaðan plastbarka í Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var á þeim tíma í umönnun hjá „Lækna-Tómasi.“

„Síðar hefur verið í ljós leitt að aðgerðin sem Paolo Macchiarini, Tómas Guðbjartsson og fleiri læknar gerðu 9. júní 2011 var læknisfræðileg tilraun utan laga og réttar, sem nú hefur verið dæmd sem stórfelld líkamsárás sem leitt hafi til dauða sjúklingsins 30. janúar 2014. Um þennan þátt málsins má lesa í dómi yfir Paolo Macchiarini, sem kveðinn var upp í áfrýjunarrétti í Stokkhólmi í júní í sumar og ekki fékkst leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar þar í landi og er því endanlegur frá og með lokum október síðast liðins,“ segir Sigurður G. sem vill að Háskóli Íslands efni til nýs málþings í ljósi allra þeirra upplýsinga sem nú eru komnar fram um þessa umdeildu og, að mati sænskra dómstóla, ólöglegu skurðaðgerðar. Málþingið vill Sigurður G. að verði haldið þann 30. janúar 2024 en þá eru liðin 10 ár síðan sjúklingur þeirra Macchiarini og Tómasar lést.

Fara yfir hvaða reglur voru brotnar

„Á ráðstefnunni mætti fara yfir hvernig aðgerðin kom til, hvað reglur voru brotnar við undirbúning hennar og framkvæmd til að minna lækna og læknanema á að víkja ekki frá reglum sem um störf þeirra gilda og forðast sjálfhverfu og eigin upphafningu í tengslum við störf sín.“

Þá segir Sigurður G. að Netflix-þættirnir sýni að sjálfhverfan hafi blindað Paolo Macchiarini sýn og að hann hafi verið tilbúinn til þess að gera allt fyrir frægðina.

„Svo kann einnig að hafa verið með Tómas Guðbjartsson. Paolo Macchiarini getur sennilega ekki mætt en Tómas ætti að geta það, nema hann verði á fjöllum. Af skýrslu Landspítalans og Háskólans frá 2017 má helst ráða að Tómas hafi komið af fjöllum við aðgerðina 9. júní 2011, ekki skilið eða reynt að skilja tölvupósta sem hann fékk frá Paolo Macchiarini fyrir aðgerðin og vegna anna gefið yfirlýsingar sem hentuðu Paolo Macchiarini til að koma aðgerðinni á koppinn.“

Færsla Sigurðar Guðna Guðjónssonar á Facebook:

Auglýsing

læk

Instagram