Hæstiréttur vísar máli húsfélags í Skuggahverfinu gegn fólki sem leigði íbúðir sínar á Airbnb frá

Hæstiréttur hefur vísað máli Húsfélagsins 101 gegn eigendum þriggja íbúða í Skuggahverfinu sem leigðar voru ferðamönnum frá. Dómurinn var kveðinn upp klukkan þrjú og verður dómurinn birtur síðdegis. Hæstiréttur tekur ekki efnislega niðurstöðu til málsins.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að eigendum íbúðanna þriggja væri óheimilt að reka gististað í húsinu og að allir eigendur íbúða hússins hefði þurft að gefa samþykki sitt fyrir því að íbúðirnar væru leigðar út með þessum hætti. Niðurstöðunni var áfrýjað til Hæstaréttar og þótti ljóst að niðurstaða dómsins myndi hafa veruleg áhrif á þá sem leigja eða ætla að leigja út íbúðir sínar á Airbnb eða öðrum síðum.

Í ágúst árið 2015 kom fram að meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum, sex fjölbýlishúsum sem byggð voru í Skuggahverfinu á árunum 2002 til 2005, ætluðu að kæra eigendur þriggja íbúða sem leigðar eru ferðamönnum.

Rætt var við Geir Gunnlaugsson, formann húsfélagsins, sem sagði að þarna væri rekin atvinnustarfsemi. Hann sagði að húsfélagið vilji fá úrskurð dómstóla um hvernig túlka beri ákvæði fjöleignahúsalaganna varðandi þegar hafin er gististarfsemi í húsunum. Meirihluti eiganda taldi sig kaupa íbúðir í húsi þar sem yrðu íbúar með fasta búsetu en ekki þar sem yrði rekin gistiaðstaða.

Auglýsing

læk

Instagram