Halle Bailey leikur litlu hafmeyjuna í væntanlegri endurgerð

Hin 19 ára gamla Halle Bailey mun fara með hlutverk litlu hafmeyjunnar, Ariel, í komandi endurgerð af teiknimyndinni vinsælu. Rob Mars­hall mun leik­stýra kvik­mynd­inni en hann sagði að eft­ir­mikla leit væri það ljóst að Bailey væri besti kost­ur­inn í hlut­verkið.

Bailey er hvað þekktust fyrir hljómsveitina Chloé X Halle sem hún er í ásamt syst­ur sinni Chloé. Þær voru upp­götvaðar í gegnum You-Tube eft­ir að þær birtu mynd­bönd af sér að syngja lög Beyoncé. Þær hafa síðan þá gefið út tvær plötur og hitað upp fyrir Beyoncé á tónleikaferðalagi.  Bailey hef­ur einnig farið í með hlut­verk í nokkr­um smærri sjón­varpsþátt­um á borð við Grown-ish og Aust­in & Ally.

Endurgerð Litlu Hafmeyjunnar mun svipa til annarra endurgerða sem Disney hefur verið að senda frá sér undanfarið á borð við Aladdín, Lion King og Fríða og Dýrið.

Auglýsing

læk

Instagram