today-is-a-good-day

Hatarar ætla sér sigur í Eurovision 2019

Eftir vel heppnað dómararennsli í gær stíga Hatarar á svið í Tel Aviv kvöld og reyna að tryggja sig áfram á lokakvöld Eurovision næsta laugardag. Atkvæði dómnefndar gilda til jafns við atkvæðum símakosningar í kvöld.

Anders Nunstedt hjá  sænska blaðinu Expressen skrifar í pistli sínum að Hatari sé eina stóra atriðið sem fer á svið í kvöld og Íslendingarnir einfaldlega reddi kvöldinu sem bíður ekki upp á margt skemmtilegt.

Sjá einnig: Sóknarprestur skellti gaddaólum á sig í miðri ræðu: „Stund­um fyll­ist ég van­mætti þegar ég sé hatrið sigra í heim­in­um“

Hatarar negldu sitt atriði á dómararennslinu í gær en 10 lög af 17 sem verða á dagskrá í kvöld komast áfram á lokakvöldið.

Matthías og Klemens voru ánægðir þegar þeir spjölluðu við blaðamenn í gær. Klemens Hannigan, annar söngvari Hatara sagði í samtali við blaðamann mbl.is að það sé óhætt að segja það hafi gengið mjög vel.

„Við fylgd­um dag­skránni sem okk­ur var íhlutað frá Svika­myllu ehf. og það fór allt sam­kvæmt áætl­un,“ segir Klemens við mbl.is

Matthías var sammála Klemens, þeir eru nokkuð vissir um að komast áfram úr undanriðlinum en markmiðið er stærri sigur.

 

„Við ætl­um okk­ur að vinna Eurovisi­on 2019,“ segir Matthías við mbl.is.

Auglýsing

læk

Instagram