Hera Hilmarsdóttir ein af fjórtán súperstjörnum í forsíðuviðtali Vogue

Íslenska leik­kon­an Hera Hilm­ars­dótt­ir er ein 14 kvenna sem eru hluti af forsíðumynda­töku apríl út­gáfu banda­ríska tíma­rits­ins Vogue.

Fjórtán konur frá fjórtán löndum eru í aðalhlutverki en stærsta stjarnan er bandaríska leikkonan Scarlett Johanson. Einnig eru leikkonur frá Englandi, Indlandi, Íran og Suður-Kóreu til dæmis.

Í umfjölluninni um Heru segir að uppeldi hennar á Íslandi hafi haft sterk áhrif á hana. Hún segir að umhverfið á Íslandi hafi undirbúið hana vel fyrir leik sinn í dystópísku kvikmyndinni Mortal Engines sem kom út á síðasta ári.

„Sagan segir að tunglfararnir hafi undirbúið sig á Íslandi,“ segir Hera og bætir við að það hafi verið gott að alast upp á Íslandi. „Í 300 þúsund manna landi, þá skipta allir miklu máli.“

Sjá einnig: Hera Hilmarsdóttir fer á kostum í nýrri stiklu fyrir Mortal Engines: „Ekki þessi týpíska hetja“

View this post on Instagram

VOGUE! ✨I’m thrilled to reveal the cover for @voguemagazine's April issue celebrating this talented group of women from across the globe! LINK in bio ? · Photographer: Mikael Jansson / @mikaeljansson · Stylist: Camilla Nickerson · Makeup: Hannah Murray / @hannah_murray1 · Hair headpieces: Julien d’Ys for Julien d’Ys / @juliendys · Production: North Six and Day International / @northsixproductions and @dayinternational · Florals: Michael George / @michaelgeorgeflowers Featuring: Angelababy, Doona Bae, Elizabeth Debicki, Adesua Etomi-wellington, Golshifteh Farahani, Liv Lisa Fries, Eiza González, Hera Hilmar, Scarlett Johansson, Vanessa Kirby, Bruna Marquezine, Deepika Padukone, Alba Rohrwacher & Léa Seydoux

A post shared by Hera Hilmar (@herahilmar) on

Auglýsing

læk

Instagram