Auglýsing

Hljómsveitin The Hefners svarar Króla fullum hálsi: „Dapurt að listamaður geri lítið úr okkur og saki okkur um að vera heimóttarleg með veraldarótta.“

Hljómsveitin The Hefners svarar gagnrýni rapparans Króla fullum hálsi í færslu á Facebook-síðu söngvara hljómsveitarinnar Birgis Sævarssonar. Þar hafnar hljómsveitin hvers konar fordómum, hatri og illsku en Króli gagnrýndi hljómsveitina fyrir notkun á „blackface“ gervi á tónleikum þeirra.

Birgir segir blackface-gervið ekki tengjast kynþáttafordómum og hljómsveitin hafni hvers konar fordómum, hatri og illsku. „Við lifum á tímum frelsis og upplýsingaflæðis. Sömuleiðis að hver maður tjái hug sinn út frá eigin skoðun, túlkun og upplifun. Á sviði, í lagatexta ljóði eða tónlist birtist listformið á ýmsan hátt.“

Sjá einnig: Króli mætti hroka og hæðni þegar hann gagnrýndi „blackface” gervi hljómsveitar á Húsavík

Það sé miður að fólk túlki sýningu hljómsveitarinnar sem einhvers konar kynþáttafordóma og að hún geri lítið úr baráttu svartra eftir áralanga baráttu við jafnrétti í sem víðustum skilningi.

Birgir segir að dapurt sé að listamaður geri lítið úr hljómsveitinni, þeirra sýningu og saki þau um að vera heimóttarleg með veraldaróttar. Ábyrgð fylgi því að varpa skoðun sinni og túlkun sem þeirri einu réttu.

Túlkun eins listamanns á hljómsveitinni sé ekki það sem hún standi fyrir.

Birgir endar færsluna á því að segja að hljómsveitin vilji fagna frábærri tónlist diskótímans um ókomin ár og leggja allt í sýninguna hvað varðar hljóð, ljós, búninga, förðun og dans.

„Við viljum dreifa ást, kærleik og umfram allt gleði þegar við komum fram, ásamt því auðvitað að njóta þess að spila okkar uppáhalds tónlist með tilheyrandi sýningu.“

Færslu Birgis má sjá í heild sinni hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing