Auglýsing

H&M opnar á Akureyri: „Erum virkilega ánægð með veru okkar hér á landi“

Verslun H&M opnar á Akureyri á næsta ári en þetta verður fjórða verslun sænska fatamerkisins hér á landi og sú fyrsta sem staðsett verður utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunin verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Glerártorg. Þetta kemur fram á vef Kaffið.is.

Áætluð opnun er haustið árið 2020 en keðjan kom fyrst hingað til lands árið 2017.  ,,Við erum virkilega ánægð með veru okkar á landinu og verður H&M á Glerártorgi frábær viðbót við verslanir okkar á Íslandi,“ segir Dirk Roennefahrt framkvæmdarstjóri H&M á Íslandi og Noregi.

Nánari umfjöllun um opnun H&M á Akureyri má nálgast á Kaffið.is.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing