Kvennaathvarf opnar á Akureyri í mánuðinum

Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri þann 28. ágúst næstkomandi. Í húsinu verður þjónustað konur og börn sem geta ekki dvalið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þetta kemur fram á vefnum Akureyri.is

Hingað til hefur Bjarmahlíð sinnt ýmiss konar þjónustu við þolendur ofbeldis á Norðurlandi og verður nýja þjónustan viðbót við þá starfsemi. Um er að ræða tilraunaverkefni til vors, en aðstandendur kvennaathvarfsins telja að allar forsendur séu fyrir rekstri athvarfs af þessu tagi á Norðurlandi og gera ráð fyrir að starfsemin sé komin til að vera.

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti fyrr í sumar að styrkja starfsemina með fjárframlagi og lýsti um leið yfir ánægju með þetta mikilvæga framtak. Signý Valdimarsdóttir félagsráðgjafi, verkefnastýra nýja athvarfsins, vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar þess.

Auglýsing

læk

Instagram