Hvað er eiginlega að gerast á Austurlandi? – Lögreglan afhjúpar hræðilega tölfræði

Auglýsing

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að standa saman, gæta að sér og að náunga sínum í leiðinni. Ástæða þess að lögreglan sendi frá sér sérstaka tilkynningu þess efnir er skelfileg covid-tölfræði í landsfjórðungnum síðustu daga.
Samkvæmt lögreglunni er talsverð aðsókn í hraðpróf og á meðal þeirra sem tekið hafa próf undanfarið greinast 77 prósent þeirra jákvæðir. Hlutfall þeirra sem greinast smitaðir fer sífellt hækkandi á Austurlandi en í síðustu viku var hlutfall þeirra sem greindust smitaðir eftir próf 67 prósent.
Lögreglan bætir því við að sjálfsagt séu enn fleiri smitaðir því margir séu að taka próf heima hjá sér og sú tölfræði skili sér ekki til yfirvalda. Í tilkynningunni kemur fram að Austurland sé á eftir öðrum landshlutum í að ná toppi Covid-smita.
Tilkynning lögreglunnar hljóðar svo:
„Áfram er mjög viðkvæmt ástand í heilbrigðiskerfi landsins og HSA þar engin undantekning, en dag hvern eru margir starfsmenn frá vinnu vegna veikinda. Þannig hefur ástand á sumum hjúkrunarheimilum umdæmisins verið mjög erfitt, á sjúkradeildinni í Neskaupstað og sums staðar í heilsugæslunni.
Með vísan í framangreint hvetur aðgerðastjórn fólk til að viðhafa persónulegar sóttvarnir með sérstaka áherslu á fjarlægð, grímunotkun, handþvott og sprittnotkun. Á það til að mynda við í verslunum og þar sem margir koma saman, sumir mögulega með undirliggjandi sjúkdóma og því viðkvæmari fyrir smiti en ella. Munum einnig að taka Covid próf eða fara í sýnatöku verði einkenna vart.
Þetta er vonandi að hafast hjá okkur og mun gera það með samstilltu átaki okkar allra, þar sem hver gætir að sér og að náunga sínum í leiðinni.“
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram