Inga Lísa vill eiga marga maka á sama tíma: „Hef alveg fundið fyrir fordómum en voða lítið“

Auglýsing

Inga Lísa Hanson er fjölkær en það þýðir að hún er opin fyrir því að eiga í nánu sambandi með fleiri en einum maka í einu. Inga Lísa sagði frá því hvernig það virkaði í viðtali á Ísland vaknar á útvarpsstöðinni K100 í vikunni.

Inga segist hafa verið um 18 ára þegar hún áttaði sig á því að hún væri fjölkær og þá hafi hún byrjað í sambandi með tveimur karlmönnum sem voru giftir. Þá hafi hún verið „auka“ manneskjan. Hún segir að það geti verið flókið að vera í mörgum samböndum á sama tíma en ef allir eru hreinskilnir og samskiptin góð þá sé ekkert vandamál.

„Það er erfitt þegar ein manenskja vill fá meiri athygli eða meiri tíma með þér en hinir. Ég var búin að skipta þessu upp þannig að hver maki fékk tvo daga og svo fékk ég einn dag bara fyrir mig. Svo er kannski ein manneskja farin að vilja meira en það og er farin að taka tíma frá öðrum, þá verður þetta flókið.“

Hún segir að það hafi ekki verið erfitt persónulega að koma út úr skápnum og að móðir hennar hafi ekki kippt sér neitt upp við það þegar hún sagði henni frá.

Hlustaðu á viðtalið

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram