Auglýsing

Ingvar E. leikur Bjart í Sumarhúsum í þáttum byggðum á Sjálfstæðu fólki

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í nýrri þáttaröð sem verður byggð á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Ingvar leikur Bjart í Sumarhúsum. Þetta tilkynnti Baltasar Kormákur í Kastljósi á RÚV rétt í þessu en hann leikstýrir þáttunum.

RÚV framleiðir þáttaröðina. Baltasar hyggst gera kvikmynd eftir fyrstu bókinni en sex sjónvarpsþætti eftir hinum bókunum sem sýndir verða á sama tíma. Á vef RÚV lemur fram að kostnaðurinn við verkefnið nemi einum og hálfum milljarði.

Sjálfstætt fólk kom fyrst út í fjórum bindum í tveimur bókum á árunum 1933 til 1935.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing