The Interview rakar inn tveimur milljörðum

The Interview var orðinn vinsælasta myndin sem kvikmyndarisinn Sony hefur gefið út á netinu aðeins fjórum tímum eftir að hún kom út. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sony.

Leiðin að augum almennings hefur verið ansi erfið fyrir kvikmyndina The Interview. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Sony og í kjölfarið var hætt við að dreifa myndinni í stærstu kvikmyndahús Bandaríkjanna. Þrátt fyrir þetta hefur myndin rakað inn um 15 milljónum dala, eða um tveimur milljörðum.

The Interview var gefin ut á netinu á laugardaginn og hefur síðan þá hafa fleiri en tvær milljónir eintaka verið keypt á Youtube, Google Play, Xbox Video og iTunes.

Myndin hefur fengið afar misjafna dóma samkvæmt vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman dóma frá ýmsum gagnrýnendum. Þar fær myndin að meðaltali 52 af 100 mögulegum.

Kvikmyndavefurinn Rotten Tomatoes er á nákvæmlega sömu slóðum og fær myndin að meðaltali 52% af 100% mögulegum.

Auglýsing

læk

Instagram