Ísland verður í beinni á Snapchat

Ísland verður í beinni á Snapchat á morgun. Þá gefst notendum á Íslandi kostur á að senda myndskeið sín í sérstaka Íslands-story sem verður sýnileg fyrir notendur samfélagsmiðilsins um allan heim.

Þetta sést þegar filterarnir á Snapchat eru skoðaðir. Þar er tilkynnt að Ísland verði í beinni á morgun.

Virkir notendur Snapchat eru um 100 milljónir þannig að heimsfrægð er á næsta leyti fyrir þau sem komast að. Eða þannig. Það er þó ljóst að það verður erfitt að komast að, þar sem nánast helmingur þjóðarinnar notar Snapchat.

Undanfarið hafa birst færslur á Snapchat frá öllum heimshornum. Notendur nota oft tækifærið til að kynna land og þjóð fyrir heimsbyggðinni og sýna hvað er borðað, hvað landsmenn hafa fyrir stafni og fleira.

Auglýsing

læk

Instagram