Íslendingar hafa sturtað í sig þremur milljónum dósa af Nocco á árinu: „Við eigum klárlega heimsmet“

Auglýsing

Það er óhætt að segja að sænski orkudrykkurinn Nocco hafi slegið í gegn á Íslandi á árinu. Yfir þrjár milljónir dósa hafa verið fluttar inn það sem af er ári en lauslega reiknað þá gera það um níu dósir á hvern einasta Íslending. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, segir að algjör sprenging hafi orðið í sölu á drykknum í ár.

Vinsældir drykksins á árinu komu Ársæli ekki á óvart. „Það hefur verið stöðugur vöxtur í þessu í yfir tvö ár og ég reikna með að það haldi bara áfram,“ segir Ársæll í samtali við Nútímann.

Við eigum klárlega heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu

Fyrirtækið auglýsir drykkinn nánast ekkert í fjölmiðlum en hann hefur verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum. „Fólki er duglegt að drekka Nocco birta myndir af drykknum á samfélagsmiðlum,“ segir Ársæll.

„Við erum með örfáa aðila sem við erum í samstafi við þó svo að margir haldi að fjöldi fólks vinni hjá okkur við að auglýsa drykkinn.“

Nokkir þekktir íþróttamenn eru duglegir að birta myndir af drykknum og eru hluti af hinni svokölluðu Nocco-fjölskyldu

Auglýsing

https://www.instagram.com/p/BaEXDQsl71G/?taken-by=noccoiceland

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Rjómalöguð rækjusúpa

Tandoori kjúklingaleggir

Instagram