Íslendingar spá Hatara góðu gengi í Ísrael

Íslendingar eru bjartsýnir á gott gengi í Eurovision söngvakeppninni í ár. Keppnin fer fram í Ísrael í næstu viku en hljómsveitin Hatari sér um framlag Íslendinga. Áttatíu prósent þeirra sem svöruðu könnun MMR hafa trú á því að Hatari komist upp úr undanriðlinum og kepp til úrslita í keppninni.Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl til 3. maí 2019.

Sjá einnig: Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv gekk frábærlega

Um fjórðungur landsmanna spáir því að Hatari muni enda í einu af fimm efstu sætum keppninnar en 24 prósent svarenda sögðust halda að Hatari mundi enda í 1. til 5. sæti keppninnar og 25 prósent spáðu sveitinni 6.-10. sæti.

Þá sögðust 14 prósent svarenda telja að lag Hatara muni lenda í 11.-15. sæti, 13 prósent sögðust telja það að það muni lenda í 16.-20. sæti og 4 prósent spáðu 21.-25. sæti.

Það má því segja að landsmenn séu nokkuð bjartsýnir á gott gengi Hatara.

Auglýsing

læk

Instagram