Íslensk stuttmynd um Eve Online spilara vinnur til verðlauna

Auglýsing

Leikstjórinn Jón Bjarki Magnússon hlaut á dögunum verðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunnar í Bretlandi, Royal  Anthropological Institute, fyrir bestu stuttmyndina. Verðlaunin hlotnuðust honum fyrir myndina „Even Asteroids Are Not Alone“,  frá árinu 2018.

Kvikmyndahátíðin RAI hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1980 og eru verðlaunin á meðal þeirra virtustu á sviði heimildamynda og sjónrænnar mannfræði. Þetta er í fyrsta sinn sem veitt eru verðlaun fyrir stuttmynd á hátíðinni.

Kvikmyndin veitir innsýn í vinatengsl milli þátttakenda í leiknum Eve Online og hvernig þau þróast, innan leiks sem utan. Eve Online er íslenskur fjölspilunartölvuleikur en í myndinni tvinnast landslag og umhverfi tölvuleiksins sjálfs saman við reynslusögur fjórtán ósýnilegra spilara. Sögur þeirra bera vitni um möguleika tölvuleikja til að mynda ný samfélög og brúa bilið á milli.

Kvikmyndin hefur verið til sýningar á yfir tíu hátíðum í Evrópu á liðnuári þar á meðal vídjólistahátíðinni transmediale í Berlín í  febrúar.

Auglýsing

Jón Bjarki, leikstjóri myndarinnar, lærði ritlist í Háskóla Íslands og útskrifaðist úr mastersnámi við deild sjónrænnar mannfræði í Freie Universitat í Berlín árið 2018. Hann hefur starfað sem blaðamaður á DV, Stundinni og þýska rannsóknarmiðlinum Correctiv ásamt því að hafa gefið út ljóðabókina Lömbin í Kambódíu (og þú). Even Asteroids are Not Alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka en  hann er búsettur í Berlín þar sem hann vinnur nú að tveimur heimildamyndum.

Hér má sjá stiklu úr myndinni

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram